Það er orðið ljóst hvaða lið það eru sem munu spila um átta efstu sætin á EM kvenna en riðlakeppninni lýkur í kvöld. Öll efstu liðin hafa aftur á móti tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum nú þegar.
Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli A (með Frakkland í efsta sæti riðilsins), Ítalía og Litháen komust áfram úr riðli B (Ítalía efst þar) og Spánn og Þýskaland fóru áfram úr riðli D (Spánverjar efstir í þeim riðli).
Þó að riðill C sé enn að spilast í dag þá hafa Belgía og Tékkland nú þegar tryggt sig áfram með 2 sigrum í fyrstu tveimur leikjunum. Belgía vann Tékkland rétt í þessu og síðasti leikurinn milli Svartfjallalands og Portúgals skiptir því ekki máli fyrir 8-liða úrslitin. Belgía trónir því á toppi C-riðilsins.
Leikirnir í 8-liða úrslitunum verða því eftirfarandi:
24. júní:
Frakkland-Litháen (kl.14:30)
Ítalía-Tyrkland (kl.17:30)
25. júní:
Spánn-Tékkland (kl.14:30)
Belgía-Þýskaland (kl.17:30)
Allir leikir í þessari úrslitalotu fara fram í Piraeus í Grikklandi, en gestgjöfunum var bolað úr 8-liða úrslitunum af Tyrklandi í gær fyrir framan 10.503 áhorfendum, metfjölda á leik í EM kvenna á þessari öld. Fjölmennasti leikur á EM kvenna á seinustu öld var í Moskvu, árið 1952, þar sem rúmlega 20.000 áhorfendur fylgdust með Sóvétríkjunum vinna sín önnur gullverðlaun í röð.



