spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBasile áfram hjá Tindastóli

Basile áfram hjá Tindastóli

Dedrick Deon Basile mun leika áfram fyrir lið Tindastóls í Bónus deild karla á næstu leiktíð, en þetta tilkynnti félagið nú fyrir skemmstu.

Basile var hluti af liði Tindastóls sem lenti í öðru sæti á nýloknu Íslandsmóti, eftir tap í oddaleik gegn Stjörnunni.

Áður hefur Basile leikið fyrir Þór Akureyri, Njarðvík og Grindavík hér á landi, við góðan orðstír.

Fréttir
- Auglýsing -