Ísey Guttormsdóttur Frost hefur samið við Val fyrir komandi átök í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Ísey er 15 ára og að upplagi úr Stjörnunni, en þar hóf hún að leika fyrir meistaraflokk á síðasta tímabili. Þá hefur hún á síðustu árum verið hluti af yngri landsliðum Íslands, en nú í sumar mun hún leika fyrir breska undir 16 ára landsliðið þar sem hún er með tvöfalt ríkisfang.
„Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir að komast í gang. Eftir gott samtal við Jamil er ég sannfærð um að Valur sé rétti staðurinn fyrir mig til að halda áfram að þróast sem leikmaður. Hlakka til að verða hluti af Valsfjölskyldunni!!“ Sagði Ísey í tilkynningu með félagaskiptunum.



