Hamar hefur samið við Daða Berg Grétarsson um að þjálfa meistaraflokk karla í fyrstu deild karla næstu tvö árin.
Daði Berg og Grétar Freyr Gunnarsson, Formaður körfuknattleiksdeildar Hamars, undirrituðu í gær samning til ársins 2027, en Daði er fyrrum leikmaður félagsins. Kom hann til Hamars 2022 og lék með þeim til 2024. Hann hefur síðan verið aðstoðarþjálfari hjá liðinu.
,,Ég hef mikinn metnað fyrir þessu verkefni og ástríðu fyrir klúbbnum. Spennandi hópur af leikmönnum sem ég hlakka til að vinna með og hjálpa við að þróa þeirra leik. Markmiðið er að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið og skrifa nýjan kafla í leiðinni” sagði Daði Berg en hann hvetur um leið alla Hvergerðinga í tilkynningu til að mæta á völlinn og láta í sér heyra á næsta tímabili.



