spot_img
HomeFréttirUnnu til silfurverðlauna á Norðulandamótinu - Kolbrún María í úrvalsliði Norðurlanda

Unnu til silfurverðlauna á Norðulandamótinu – Kolbrún María í úrvalsliði Norðurlanda

Undir 18 ára stúlknalið Íslands lauk leik í morgun á Norðurlandamótinu í Södertalje með sigri gegn Noregi, 52-102.

Ísland endaði því í 2. sæti mótsins, en þær töpuðu aðeins einum leik, gegn Norðurlandameisturum Finnlands.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í dag voru Jóhanna Ýr Ágústsdóttir með 18 stig, 3 fráköst, Emma Karolína Snæbjarnardóttir með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar, 4 stolna bolta og Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 12 stig, 2 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolna bolta og hæsta framlag liðsins, 21.

Að leik loknum fengu stúlkurnar silfurverðlaun og þá var Kolbrún María Ármannsdóttir valin í fimm leikmanna úrvalslið mótsins, en hún var frábær fyrir Ísland á mótinu, skilaði að meðaltali 19 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næst á dagskrá hjá liðinu er Evrópumót sem rúllar af stað þann 3. júlí í Vilnius í Litháen.

Tölfræði leiks

Hér má sjá myndir frá mótinu

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá U18 stúlkna

Fréttir
- Auglýsing -