spot_img
HomeFréttirLakers verða dýrasta íþróttalið allra tíma - Kaupverðið tæplega helmingi meira en...

Lakers verða dýrasta íþróttalið allra tíma – Kaupverðið tæplega helmingi meira en Boston Celtics voru seldir á í fyrra

Lið Los Angeles Lakers í NBA deildinni verður samkvæmt heimildum selt innan skamms úr eigu Buss fjölskyldunnar sem átt hefur liðið síðustu rúmu 40 ár til bandaríska auðkýfingsins Mark Walter.

Buss fjölskyldan eignaðist Lakers árið 1979, en síðan upphaflegur kaupandi og framkvæmdastjóri félagsins Jerry Buss lést árið 2013 hafa börn hans ráðið ráðum hjá félaginu, þar sem dóttir hans Jeanie Buss hefur starfað sem forseti félagsins. Samkvæmt heimildum mun hún þó ekki vera á leið út úr félaginu, þar sem hún mun starfa áfram þrátt fyrir að hún og fjölskyldan selji sinn hlut.

Kaupðverðið á félaginu er sagt vera um 10 miljarðar dollara, en það myndi gera Lakers að dýrasta íþróttafélagi allra tíma. Í öðru sæti væri Boston Celtics, sem selt var í fyrra á tæplega helmingi minni upphæð, á 6.1 miljarð dollara.

Fréttir
- Auglýsing -