Selfoss hefur samið við tvo af efnilegri leikmönnum félagsins fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.
Þeir Tristan Máni Morthens og Fjölnir Þór Morthens verða báðir með liðinu á næsta tímabili í fyrstu deildinni. Tristan Máni var með liðinu á síðustu leiktíð, en Fjölnir Þór mun vera taka sín fyrstu skref með liðinu.
Tilkynning:
Morthens bræður skrifa undir samning við Selfoss Körfu.
Tristan Máni Morthens og Fjölnir Þór Morthens hafa samið við Selfoss Körfu og leika með liðinu á komandi leiktíð.
Tristan Máni spilaði mikilvægt hlutverk í meistaraflokki karla á síðasta leiktímabili og leysti það hlutverk vel.
Fjölnir Þór hefur verið í stöðugri framför síðustu ár og tekur nú skrefið inn í meistaraflokk og verður spennandi að fylgjast með honum þar.
Áfram Selfoss.



