spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStyrkja hópinn fyrir fyrstu deildina

Styrkja hópinn fyrir fyrstu deildina

Þór Akureyri hefur styrkt hóp sinn með samningum við tvo leikmenn.

Þær Chloe Wilson og Hjörtfríður Óðinsdóttir munu báðar leika fyrir liðið á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Chloe er 180 cm bandarískur bakvörður sem kemur til Þórs beint úr háskólaboltanum, en þar lék hún fyrir Delawere Blue Hens. Hjörtfríður er 166 cm bakvörður sem kemur til Þórs frá Grindavík, en þar lék hún fyrst fyrir meistaraflokk tímabilið 2021-22. Á síðasta tímabili kom hún við sögu í 23 leikjum með Grindavík í efstu deild, en hún hefur einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

Þór dró lið sitt úr keppni fyrir næsta tímabil í Bónus deild kvenna, en mun þess í stað keppa í fyrstu deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -