spot_img
HomeFréttirPabbastrákarnir sigruðu Streetball mót Húrra & Nike

Pabbastrákarnir sigruðu Streetball mót Húrra & Nike

Fataverslunin Húrra hélt sitt árlega götukörfuboltamót í gær á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Fjölmörg lið tóku þátt og vel var mætt í áhorfendastúkuna þó á köflum hafi rignt á mannskapinn. Var það þó mat flestra sem mættu að vel hafi tekist til, en sigurvegarar þetta árið voru Pabbastrákarnir, þeir Ásmundur Hrafn Magnússon og Magnús Lúðvíksson, en í úrslitaleik höfðu þeir betur gegn liði Bang og Spanó.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Húrra af samfélagsmiðlum og nokkrar myndir frá viðburðinum.

Fréttir
- Auglýsing -