Marínó Þór Pálmason hefur framlengt samningi sínum við Breiðablik út næsta tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Marínó er að upplagi úr Borgarnesi og kom þaðan fyrir síðasta tímabil, en samkvæmt fréttatilkynningu Blika bætti hann leik sinn jafnt og þétt í gegnum síðasta tímabil og var þegar upp var staðið einn af betri leikstjórnendum deildarinnar og gríðarlega mikilvægur partur af liðinu sem gerði vel í úrslitakeppninni.



