spot_img
HomeFréttirUnnu frábæran sigur gegn Danmörku

Unnu frábæran sigur gegn Danmörku

Undir 18 ára lið Íslands lagði Danmörku í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje, 68-74.

Ísland hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu, en í fyrsta leik sínum í gær lögðu þær lið Eistlands. Leikur dagsins var líkt og tölurnar gefa til kynna nokkuð jafn og spennandi, en góður seinni hálfleikur Íslands var það sem skóp sigur þeirra, þar sem orkustig þeirra virtist breytast í hálfleik. Líkt og í gær var um liðsframmistöðu að ræða, þar sem margir leikmanna liðsins lögðu hönd á plóginn.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún Ármannsdóttir með 25 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá skilaði Rebekka Steingrímsdóttir 21 stigi, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn heimastúlkum í Svíþjóð kl. 16:30 á morgun mánudag.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá U18 stúlkna

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum og viðtal við Báru og Rebekku eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -