Fjölnir hefur stofnað nýtt þróunarlið fyrir komandi tímabil, en það mun bera nafnið Vængir Júpíters og keppa í 2. deild karla.
Samkvæmt tilkynningu félagsins er markmiðið að stuðla að þróun yngri leikmanna innan deildarinnar og skapa sterkari tengingu við meistaraflokkinn. Með stofnun Vængja Júpiters vilja þeir gefa þeim leikmönnum sem fá minni mínútur með meistaraflokksliði Fjölnis aukið tækifæri til að spila og þróast í raunverulegu keppnisumhverfi.
Þjálfarar liðsins verða Baldur Már Stefánsson, Halldór Karl Þórsson og Lewis Diankulu, sem einnig leiða unglingastarf deildarinnar ásamt meistaraflokkum félagsins.

Til að fagna þessu spennandi nýja verkefni mun félagið bjóða félagsmönnum og stuðningsmönnum að taka þátt í samkeppni um að hanna nýtt lógó fyrir Vængi Júpiters, en nánari upplýsingar um þá keppni mun félagið láta frá sér innan skamms.



