Breiðablik hefur samið við Matthías Ingva Róbertsson til næstu tveggja ára.
Matthías hefur verið einn efnilegasti leikmaður Blika síðustu misseri, en hann er einn sterkasti leikmaður 2008 árgangs félagsins. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Breiðabliks
Tilkynning:
Matthías Ingvi Róbertsson skrifar undir tveggja ára samning við Breiðablik.
Hann hefur um árabil verið einn allra sterkasti leikmaður 2008 árgangs hjá félaginu og tekur nú næsta skref með þessarri undirskrift.
Deildin er virkilega ánægð með þessa undirskrift og hlakkar til að sjá þróun Matthíasar Ingva og vöxt á næstu árum í Smáranum.



