Breiðablik hefur samið við þá Loga Guðmundsson og Dag Kort Ólafsson.
Báðir eru þeir að upplagi úr félaginu. Logi hefur leikið stórt hlutverk með meistaraflokki félagsins og með sterkum 12. flokki þeirra. Dagur hefur einnig leikið stórt hlutverk með 12. flokk og ungmennaflokki. Samningur Dags er til ársins 2027 á meðan Logi er nú samningsbundinn út næsta tímabil, eða til 2026.



