Jamil Abiad og Margrét Ósk Einarsdóttir hafa gert nýjan tveggja ára samning um að þjálfa lið Vals í Bónus deild kvenna.
Þau Margrét og Jamil tóku við liði Vals fyrir síðustu leiktíð, en eftir að hafa byrjað tímabilið hægt óx því ásmegin og gerðu ágætlega með því að komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn.
Samhliða þjálfun sinni hjá kvennaliði Vals mun Jamil einnig halda áfram sem aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins líkt og hann hefur gert síðustu ár.



