spot_img

Hættur með Stólana

Benedikt Guðmundsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla samkvæmt tilkynningu félagsins nú í kvöld.

Benedikt tók við liði Tindastóls fyrir nýafstaðið tímabil og skilaði þeim deildarmeistaratitil og ferð í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Stjörnunni eftir oddaleik.

Fréttir
- Auglýsing -