Kristófer Már Gíslason hefur framlengt samning sinn við ÍA og tekur því slagin með félaginu í Bónus deildinni á næsta tímabili.
Kristófer var einn besti leikmaður ÍA á síðastliðinu tímabili en hann var með 17,2 stig og 5,2 fráköst að meðaltali í leik.
Þetta verður hans annað tímabil með ÍA en hann hefur einnig spilað með Fjölni, Ármanni, Hamar og uppeldisfélagi sínu Skallagrím á ferlinum.



