Hér fyrir neðan er eitt af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Álftnesingar eru samkvæmt orðinu á götunni á eftir tveimur af efnilegri leikmönnum Bónus deildarinnar, þeim Hilmi Arnarssyni úr Haukum og Sigurði Péturssyni úr Keflavík.
- Talið er líklegt að Hilmir gangi til liðs við Álftanes fyrir komandi tímabil, en hann var á nýafstaðinni leiktíð valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.
- Sigurður er einnig sagður íhuga að fara með hæfileika sína Álftanesið, en þó hafa Stjarnan og Þór einnig verið nefndir sem mögulegir áfangastaðir fari svo hann yfirgefi Keflavík.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



