Keflavík hefur ráðið Daníel Guðna Guðmundsson fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Daníel tekur við Keflavík af Sigurði Ingimundarsyni sem stýrði Keflavík á seinni hluta síðasta tímabils.
Daníel Guðni er að upplagi úr Njarðvík, en hefur einnig þjálfað í Grindavík.
Tilkynning:
Daníel Guðni Guðmundsson skrifaði í dag undir samning við Keflavík og verður því með karlalið Keflavíkur næstu tvö árin. Daníel hefur verið viðloðandi þjálfun í meira en 20 ár þó ungur sé hann að árum og hefur víððtæka reynslu sem mun nýtast vel í starfi hér í Keflavík. Vinna er í fullum gangi í leikmannamálum og ekki hægt að útiloka að einhverjar fréttir berist í þeim málum innan skamms. Danni er fullur eftirvæntingar að koma aftur inn í íslenska körfuboltann og telur að Keflavík sé fullfært um að keppa meðal efstu liða á komandi tímabili. “Í Keflavík er gerð krafa um að vera á meðal þeirra bestu og ég kem inn í þetta starf vitandi það. Það er mikil tilhlökkun að byrja strax að móta liðið. Meðal forráðamanna liðsins er klárlega metnaður að ná betri árangri en í ár og þangað er stefnan tekin.”
Velkominn til Keflavíkur Daníel 💙



