Lokaumferð Íslandsmóts mb. 10 ára stúlkna fór fram á Ásvöllum síðustu helgi.
Spilað var í sex riðlum og áttu liðin í A riðli möguleika á Íslandsmeistaratitli.
Í A riðli spiluðu Haukar, Keflavík, Valur, Njarðvík, Aþena og Selfoss
Haukar voru virkilega sigurstranglegar fyrir mótið og höfðu fram að því ekki tapað leik í vetur. Eftir marga hörkuleiki á mótinu og frábær tilþrif endaði það þannig að Haukar mættu Keflavík í úrslitaleik og unnu þær sannfærandi sigur, 28 – 8.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfurum sínum.
Fréttir að úrslitum yngri flokka má senda á [email protected]



