Jón Axel Guðmundsson hefur á nýjan leik samið við San Pablo Burgos og mun því fylgja liðinu upp í ACB deildina á Spáni á næsta tímabili samkvæmt heimildum Körfunnar.
Jón Axel var burðarrás í liði Burgos á yfirstandandi tímabili sem nokkuð örugglega sigraði Primera FEB deildina og tryggði sér þar með beina ferð upp í ACB deildina á næsta tímabili.
ACB deildin hefur lengi verið sterkasta deild Evrópu, en fyrir er þar liðsfélagi hans úr landsliðinu Tryggvi Snær Hlinason sem leikur með liði Evrópumeistara Bilbao.



