spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍ úrslitakeppnina eftir þriggja stiga sigur

Í úrslitakeppnina eftir þriggja stiga sigur

Martin Hermannsson og Alba Berlin eru komnir í úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Mitteldeutscher, 81-78.

Martin lék rúmar 19 mínútur í leiknum og skilaði 4 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar munu Martin og félagar mæta Ulm, en fyrsti leikur í einvígi liðanna er á dagskrá komandi laugardag 17. maí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -