spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaOddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á dagskrá í Ólafssal

Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á dagskrá í Ólafssal

Lokaleikur úrslita Bónus deildar kvenna fer fram í Ólafssal í kvöld.

Til þessa hafa Haukar og Njarðvík unnið tvo leiki hvort í úrslitaeinvíginu og er því um oddaleik að ræða sem fram fer kl. 19:30 í Ólafssal.

Aðeins eru þrjú ár síðan þessi sömu lið áttust við í oddaleik um titilinn í þessu sama húsi, en árið 2022 sigraði Njarðvík og vann þar sinn annan Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nokkuð lengra er síðan Haukar unnu titilinn síðast, en síðast unnu þær sinn fjórða Íslandsmeistaratitil árið 2018.

Hérna er heimasíða deildarinnar

Leikur dagsins

Bónus deild kvenna – Úrslit

Haukar Njarðvík – kl. 19:30

(Staðan er jöfn 2-2)

Fréttir
- Auglýsing -