spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAtkvæðamikill er liðið bjargaði sér frá falli

Atkvæðamikill er liðið bjargaði sér frá falli

Elvar Már Friðriksson og Maroussi tryggðu veru sína í efstu deild í Grikklandi í dag með sigri gegn Lavrio, 81-95.

Á rúmum 33 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 7 stigum, 9 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins í leiknum.

Maroussi hafði farið í fjögurra liða umspils hluta deildarinnar um hvaða lið myndi fara niður ú þessari sterku 12 liða efstu deild í Grikklandi. Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af þessu umspili er liðið þó hólpið, en þeir eru sem stendur í 11. sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -