spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemja við sex leikmenn fyrir komandi átök í Bónus deild karla

Semja við sex leikmenn fyrir komandi átök í Bónus deild karla

KR hefur á nýjan leik samið við sex leikmenn sína fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.

Um er að ræða tveggja ára samninga, en þeir sem félagið samdi við voru Lars Erik Bragason, Hallgrímur Árni Þrastarson, Orri Hilmarsson, Veigar Áki Hlynsson, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og þá samdi Þorvaldur Orri Árnason til eins árs.

Eftir 67 ára samfleytta sögu í efstu deild féll karlalið KR úr deild þeirra bestu tímabilið 2022-23. Félagið fór þó beint aftur upp úr fyrstu deildinni á síðasta tímabili, þar sem liðið tapaði aðeins tveimur leikjum á tímabilinu og vann fyrstu deildina nokkuð örugglega, en á sínu fyrsta tímabili aftur í deild þeirra bestu var liðið hársbreidd frá að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.

Fréttir
- Auglýsing -