spot_img
HomeFréttirSkráning hafin á þjálfaranámskeið Baldurs Þórs 12. til 15. júní

Skráning hafin á þjálfaranámskeið Baldurs Þórs 12. til 15. júní

Dagana 12.-15. júní í Ásgarði í Garðabæ verður Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar og A landsliðsins með þjálfaranámskeið. Námskeiðið fer bæði fram í sal og með videovinnu.

Baldur hefur mikla reynslu af öllum stigum leiksins. Hann er í dag þjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í uppgangi A-landsliðs karla sem nú er komið á Eurobasket í Póllandi í haust.

Baldur var einnig þjálfari hjá Ulm í Þýskalandi í tvö ár en þar er ein fremsta körfuboltaakademía Evrópu, þar vann Baldur meðal annars Adidas Next Generation mótið árið 2024 þar sem etja kappi fremstu unglingalið Evrópu.

Skráning er á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -