Úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna rúllar af stað í kvöld.
Úrslitaeinvígi ársins er á milli deildarmeistara Hauka og Njarðvíkur sem enduðu í 2. sæti deildarkeppninnar.
Þetta er í annað skiptið sem liðin mætast í úrslitum á síðustu þremur árum, en árið 2022 varð Njarðvík Íslandsmeistari í Ólafssal eftir frábært einvígi sem fór alla leið í oddaleik.

Reyndar hafa báðir Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkur komið eftir einvígi gegn Haukum, sá fyrri árið 2012, 3-1 og seinni eins og tekið var fram árið 2022, 3-2.
Haukar hafa hinsvegar í fjórgang orðið Íslandsmeistarar, 2006, 2007, 2009 og síðast árið 2018 þegar þær unnu Val í úrslitaeinvígi 3-2. Fyrstu tvo titla sína unnu Haukar gegn Keflavík, 3-0 og 3-1, áður en þær lögðu KR í lokaúrslitum 2009, 3-2.
Allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á Stöð 2 Sport.
Leikjaplanið verður eftirfarandi:
(1) Haukar – (2) Njarðvík
Leikur 1 1. maí 19:15 Haukar – Njarðvík
Leikur 2 4. maí 19:15 Njarðvík – Haukar
Leikur 3 7. maí 19:15 Haukar– Njarðvík
Leikur 4 10. maí 19:15 Njarðvík – Haukar *ef með þarf
Leikur 5 13. maí 19:15 Haukar – Njarðvík *ef með þarf



