Úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna rúllar af stað í kvöld.
Um er að ræða fyrsta leik deildarmeistara Hauka og bikarmeistara Njarðvíkur, en bæði lið sópuðu leið sína í úrslitin, Njarðvík gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur og Haukar gegn liði Vals.
Ekki er langt síðan Haukar og Njarðvík mættust síðast í úrslitum, en árið 2022 varð Njarðvík Íslandsmeistari í Ólafssal eftir æsispennandi einvígi gegn Haukum, 3-2.
Um er að ræða fyrsta leik liðanna, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Hérna er heimasíða deildarinnar
Leikur dagsins
Bónus deild kvenna – Úrslit
Haukar Njarðvík – kl. 19:15
(Einvígið er jafnt 0-0)



