spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaAnna Soffía íþróttamaður UMF. Snæfells árið 2020

Anna Soffía íþróttamaður UMF. Snæfells árið 2020

Leikmaður Snæfells Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið kosin íþróttamaður UMF. Snæfells fyrir árið 2020.

Í tilkynningu frá félaginu er tekið fram að Anna Soffía “fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlutverk að stoppa helstu skorara andstæðingsins. Styrkur góðra leikmanna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæru skot,“

Það sem af er tímabili hefur Anna Soffía skilað 13 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik og er 5. framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar að meðaltali í leik eftir fyrstu 8 leikina.

Fréttir
- Auglýsing -