spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaEvrópuævintýri 11. flokks Vals

Evrópuævintýri 11. flokks Vals

Frábær helgi að baki á Superfinal þar sem Valsdrengir léku í 16-liða úrslitum EYBL. Kapparnir stóðu sig frábærlega, þeim hefur heldur betur vaxið ásmegin frá því að þeir stigu sín fyrstu skref á EYBL í september.

Vals drengir spiluðu í glæsilegri höll þar sem leikið verður í Eurobasket síðar á árinu og með sanni hægt að segja að þeir hafi verið á stóra sviðinu. Fyrsti leikurinn tapaðist eftir jafnan og góðan leik en næstu þrír unnust gegn sterkum úrvalsliðum og akademíum. Niðurstaða þátttöku Vals á mótinu fór fram úr björtustu vonum, 10 sigurleikir úr 12 leikjum fyrir Val.

Beko Belgrad 71-82

Jesi Basketball Academy 83-60

YMCA Basketball Academy 99-78

SKM Eagles Vilníus 73-62

Drengirnir spiluðu frábærlega, sýndu snilldartakta, mikla baráttu og gleði og voru Val til sóma. Frábær árangur að enda í 9. sæti af rúmlega 75 liðum sem tóku þátt í 2008 árgangi. Valsmenn vöktu athygli, ekki bara fyrir leikni og að þeir eru sérstaklega hávaxið lið heldur líka fyrir liðsandann og góða framkomu. Þar sem liðsheild og breidd í leikmannahóp var helsti styrkleiki liðsins.

Leikið var í átta níu liða riðlum sem spilaðir eru á tveimur helgum. Sú fyrri í september og seinni í janúar. Tvö efstu lið úr hverjum riðli komust áfram í super finals 16 liða úrslit.

Eftir hvert mót var mikilvægasti leikmaður hvers lið MVP valinn af mótshöldurum sem og fimm manna úrvalslið hvers móts.

September – Venspilis Lettlandi

Team MVP – Páll Gústaf Einarsson

All Star – Benóní Stefan Andrason

Janúar – Tallinn Eistlandi

Team MVP – Arnór Bjarki Halldórsson

All Star – Gabriel Kazlauskas Ágústsson

Súper Finals mars – Riga Lettlandi

Team MVP Benóní Stefan Andrason

Hægt er að nálgast upptökur og tölfræði af öllum leikjum hér

https://www.eybl.lv/new/ce_u17_team.php?team_id=4766799…

Fréttir
- Auglýsing -