Það þarf ekkert að fjölyrða það frekar að Davíð og Golíat mættust í Stykkishólmi í 16 liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna þegar Dominosdeildarlið Snæfells tók á móti 1. Deildar liði Fjölnis.
Kristen McCarthy skoraði fyrstu stig leiksins 2-0 fyrir Snæfelli og eftir 5 mínútur voru heimastúlkur í forystu 21-2. Fjölnisstúlkur mættu átta til leiks eitthvað sem Snæfell þekkir til en þær voru kynntar níu til leiks í dag. Staðan eftir fyrsta hluta 33-9 fyrir Snæfell. Óþarft er að rýna í tölfræðiþætti af einhverri dýpt en hjá Snæfelli var Kristen búin að skora 10 stig og vantaði einungis stig frá Önnu Soffíu til að allt liðið væri komið á blað.
Mone Peoples skaut þristum í gríð og erg sem gáfu henni 12 stig á skýrsluna og 18 stig Fjölnis á töfluna þegar staðan var 47-18 en Snæfell stálu öllu steini léttara, sem er boltinn í þessu samhengi og líklega þyngri en einhverjir steinarnir og þær settu niður hraðaupphlaupin í röðum. Staðan í hálfleik 65-22 fyrir Snæfell og ef við dobblum það ættu lokatölur að vera 130-44. Hildur Sigurðardóttir dældi þristum í netið í lok fyrri hálfleiks og var komin með 16 stig og Kristen 14 stig. Mone Peoples skoraði einungis þriggja stiga körfur og var með 5 slíkar af 12 reyndum og 15 stig.
Sigrún Anna skoraði þrist Fjölnis í þriðja leikshluta sem Snæfell vann 27-3 og leiddi leikinn 92-25. Það þarf ekki að gera leiknum frekari skil og segja tölurnar nákvæmlega allt þegar leikurinn endaði 130-39 fyrir Snæfell og Kristen McCarthy endaði með þrennu 26 stig, 25 frák og 10 stolnir boltar, hefði getað orðið ferna en hún gaf 9 stoðsendingar. Mone Peoples setti niður 7 þrista í allt og skoraði 23 stig fyrir Fjölni
Snæfell: Kristen Denise M. 26/25frák./9 stoðs/10 stolnir. Berglind G. 22/8 frák/4 stolnir. Gunnhildur G. 21/21 frák/5 stolnir. Hildur S. 21/10 frák/8 stoðs. María B. 18/5 frák/4 stoðs/4 stolnir. Rebekka Rán K. 15/5 frák/ 4 stoðs. Helga Hjördís B. 5/3 frák/ 3 stoðs. Anna Soffía L. 2/4 frák
Fjölnir: Mone Peoples. 23/4 frák. Sigrún Anna R. 8. Telma María J. 3/5 frák. Sigrún Elísa G. 2/6 frák. Katla Marín S. 2/4 frák. Margrét E. 1. Halla María Á. 0. Hanna María Á. 0.
Símon B. Hjaltalín
Mynd: Berglind Gunnarsdóttir setti niður 22 stig í dag.



