spot_img
HomeFréttir9. umferðin lýkur í kvöld

9. umferðin lýkur í kvöld

07:00

{mosimage}

Í kvöld fara fram tveir síðustu leikir 9. umferðar Iceland Express-deildar karla þegar ÍR fær Hauka í heimsókn og Grindavík fær Snæfell í heimsókn.

Í Grindavík getur Snæfell komist á top deildarinnar með sigri en ef Grindavík vinnur verða fjögur lið efst með 14 stig.

Í Breiðholtinu tekur ÍR á móti Haukum. Bæði liðin þurfa á sigri að halda og er þetta sannkallaður botnslagur þó liðin séu um miðja deild.

Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -