spot_img
HomeFréttir9 Keflvíkingar í Sixers Camp

9 Keflvíkingar í Sixers Camp


Það eru níu gallharðir Keflvíkingar sem nú eyða dögum sínum í körfuknattleiksbúðum NBA liðs Philadelphia 76ers. Sixers campið fer fram í Pocono fjallagarðinum í Pennsilvaníu fylki. Æfingar hefjast eldsnemma að morgni og standa langt fram á dag og má segja að krakkarnir hafi varla séð neitt annað en æfingar á körfuknattleik á meðan búðunum stendur.  Þess má geta að kappar á borð við Malik Rose (N.Y. Knicks) og Richard Hamilton (Detriot Pistons) eyddu sínum yngri árum í þessum sömu búðum.

Fréttir
- Auglýsing -