Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 9 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð.
Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.
Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru 9 dagar í mótið og því við hæfi að tengja niðurtalningu dagsins við besta leikmann Íslands í sögunni, Jón Arnór Stefánsson. Hann leikur einmitt í treyju númer 9 með landsliðinu.
Jón lék í bestu deildum heims og spilaði í mörgum frábærum liðum. Árið 2007 samdi hann við Lottomatica Roma í efstu deild á Ítalíu. Þar spilaði hann frábærlega seinni hluta tímabilsins og setti meðal annars tvær flautukörfur gegn Livorno og Siena.
Það er ekki að ástæðulausu sem Jón Arnór hefur fengið viðurnefnið geitin á Íslandi. En þessaru mögnuðu körfur Jóns má rifja upp hér að neðan og vonum við að hann sýni svipaða takta á Eurobasket í Helsinki.