spot_img
HomeFréttir9 ár síðan Njarðvík vann í DHL höllinni

9 ár síðan Njarðvík vann í DHL höllinni

Það eru liðin heil 9 ár síðan Njarðvíkinga fögnuðu sigri í DHL höllinni eða þann 3.apríl 2006. Tveir leikmenn KR þá eru enn að spila í dag en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 20 stig í leiknum og Darri Hilmarsson.  Aðeins einn Njarðvíkingur var þá í liðinu, Hjörtur Hrafn Einarsson en hann kom ekki við sögu í leiknum.  Leikurinn fór 85:90 Njarðvíkinga í vil og stigahæstur í liðunum voru Jeb Ivey hjá Njarðvík og einmitt Brynjar Þór Björnsson hjá KR. 

 

Með þessum sigri slógu Njarðvíkingar KR-inga úr úrslitakeppninni og unnu einvígið 3:1.  Njarðvíkingar urðu svo Íslandsmeistarar þetta árið þegar þeir sigruðu lið Skallagríms í úrslitarimmunni. 

 

KR og Njarðvík hafa mæst 7 sinnum í DHL höllinni í úrslitakeppninni samkvæmt gögnum aftur til 2004-2005 og hafa KR-ingar sigrað í 6 af þeim viðureignum.  KR-ingar hafa byrjað þessa leiki illa miðað við fyrrgreind gögn en stigamunur í fyrsta fjórðung í þessum 7 leikjum er 4,6 stig Njarðvík í hag. Hina þrjá hafa svo KR unnið að meðaltali með 4-5 stiga mun.

Fréttir
- Auglýsing -