spot_img
HomeFréttir8 stig eftir í pottinum áður en skipt verður í riðla

8 stig eftir í pottinum áður en skipt verður í riðla

12:15
{mosimage}

(Guðbjörg Sverrisdóttir og Haukar sitja á toppi deildarinnar með 18 stig)

Spennan magnast nú í Iceland Express deild kvenna þegar 8 stig eru eftir í pottinum í venjulegri deildarkeppni áður en skipt verður upp í A og B hluta í deildinni samkvæmt nýju keppnisfyrirkomulagi.

Ef deildinni yrði skipt upp núna væru það Haukar, Hamar, Keflavík og KR sem myndu skipa A hluta deildarinnar. Reyndar er Valur með 10 stig eins og KR en KR hefur betur gegn Val í innbyrðisviðureignum en liðin eiga eftir að mætast í DHL-Höllinni þann 14. janúar næstkomandi. Þá myndu Valur, Grindavík, Fjölnir og Snæfell skipa neðri hluta deildarinnar.

Síðasta umferð fyrir jól verður leikin í heilu lagi á morgun og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Keflavík tekur á móti Fjölni, Hamar fær Grindavík í heimsókn, Haukar taka á móti KR og Snæfell tekur á móti Val.

Nokkuð öruggt er að Haukar í 1. sæti verði í A hluta deildarinnar enda Haukar með 18 stig. Hamar hefur 16 stig og fátt bendir til þess að þær verði hvergi annars staðar en í A hlutanum. Í 3. og 4. sæti harðnar baráttan heldur betur. Keflavík hefur 14 stig í 3. sæti og KR 10. stig í 4. sæti sem og Valur með 10 stig. Grindavík er ekki langt undan með 8 stig svo það eru sex lið að berjast um fjögur efstu sætin. Nýliðar Snæfells og Fjölnir eru bæði með 2 stig svo það er nokkuð ljóst að þessi lið muni leika í B hlutanum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -