spot_img
HomeFréttir8 liða úrslitin ráðast í kvöld

8 liða úrslitin ráðast í kvöld

10:48
{mosimage}

(Von er á hörkurimmu í Röstinni í kvöld)

Tveir leikir fara fram í 8 liða úrslitum í karlaflokki Poweradebikarsins í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Njarðvík í Röstinni og Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn í Toyotahöllina. Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Bæði Íslandsmeistarar Keflavíkur og Grindavík eru að leika sína fyrstu leiki í keppninni en Njarðvík lagði Breiðablik á leið sinni í 8 liða úrslit og Þór Akureyri hafði betur gegn Stjörnunni fyrir Norðan. Það voru svo KR og Snæfell sem tryggðu sig í undanúrslit í gær og því ræðst það í kvöld hvernig undanúrslitin munu skipast.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -