spot_img
HomeFréttir8. flokkur: Úrslit um helgina

8. flokkur: Úrslit um helgina

12:00

{mosimage}

Matthías Orri Sigurðarson (KR) verður í eldlínunni um helgina

Um helgina verða úrslitin í 8. flokki drengja (drengir fæddir 1994 og síðar). Mótið verður í íþróttahúsi Hagaskóla. Í vetur mættu 25 lið til keppni í þessum flokki og var leikið í 5 riðlum. Í a-riðli voru alltaf 5 lið en samblanda af flókinni atburðarás og smáskammti af íþróttapólitík leiddi til þess að KKÍ ákvað að 6 lið yrðu í úrslitunum.

Hér á eftir eru liðin talin upp og árangur þeirra í a-riðli í vetur: KR (11 sigrar og 1 tap), UMFN (9-3), Þór (3-5), Fjölnir (3-5), Skallagrímur (4-8) og ÍR (0-8).

KR hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í þessum árgangi síðustu tvö árin. Búast má við því að UMFN og önnur lið munu veita KR-ingum harða keppni þessa helgi. Það verður gaman að fylgjast með Þórsliðinu, þeir léku vel í fyrsta mótinu en illa í því öðru og duttu niður í b-riðil. Um páskana fór Þórsliðið á hið sterka Scania-Cup mót og þar stóðu þeir sig vel.

Karfan.is hvetur körfuknattleiksfólk til að kíkja í Hagaskólann um helgina og sjá góða leiki og góða leikmenn.

Mynd tekin af heimasíðu KR. 

Hér er niðurröðun mótsins:

 

Lau. 19.apr.2008 9.00 Hagaskóli Skallagrímur – ÍR    
Lau. 19.apr.2008 10.05 Hagaskóli KR – Fjölnir    
Lau. 19.apr.2008 11.10 Hagaskóli UMFN – Þór Þorl.    
Lau. 19.apr.2008 12.15 Hagaskóli Fjölnir – ÍR    
Lau. 19.apr.2008 13.20 Hagaskóli KR – Þór Þorl.    
Lau. 19.apr.2008 14.25 Hagaskóli UMFN – Skallagrímur    
Lau. 19.apr.2008 15.30 Hagaskóli Fjölnir – Þór Þorl.    
Lau. 19.apr.2008 16.35 Hagaskóli KR – Skallagrímur    
 
Sun. 20.apr.2008 9.00 Hagaskóli UMFN – ÍR    
Sun. 20.apr.2008 10.05 Hagaskóli Skallagrímur – Þór Þorl.    
Sun. 20.apr.2008 11.10 Hagaskóli KR – ÍR    
Sun. 20.apr.2008 12.15 Hagaskóli UMFN – Fjölnir    
Sun. 20.apr.2008 13.20 Hagaskóli ÍR – Þór Þorl.    
Sun. 20.apr.2008 14.25 Hagaskóli Fjölnir – Skallagrímur    
Sun. 20.apr.2008 15.30 Hagaskóli UMFN – KR    
Fréttir
- Auglýsing -