Fyrstu Íslandsmeistararnir voru krýndir í dag í Keflavíkinni og voru það þar heimastúlkur í 8. flokk kvenna sem hömpuðu bikarnum. Keflavík fór ósigraðar í gegnum allan veturinn og eru því vel að þessum titli komnar.
Ásamt Keflavík voru það Hrunamenn, Njarðvík, Breiðablik og Grindavík sem tóku þátt í úrslitafjölliða mótinu þessa helgina í Keflavík. Það voru nágrannar Keflavíkur í Njarðvíkinni sem tóku svo silfur og Grindavík hafnaði í þriðja sæti.
Úrslit leikja hjá Keflavík um helgina:
Keflavík – Hrunamenn 68 – 10
Keflavík – Njarðvík 61-22
Keflavík – Breiðablik 55-12
Keflavík Grindavík 54-18



