spot_img
HomeFréttir8. flokkur: Háspenna í Hagaskóla ? KR Íslandsmeistari

8. flokkur: Háspenna í Hagaskóla ? KR Íslandsmeistari

19:47

{mosimage}
(Íslandsmeistarar KR í 8. flokki í dag í DHL-höllinni)

Í dag lauk úrslitum í 8. flokki drengja. Þegar síðasta leikurinn byrjaði þá áttu þrjú lið möguleika á titlinum Þór (Þorlákshöfn), KR og UMFN.

Síðasti leikur mótsins var á milli UMFN og KR.  Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í þessari lotu. Martin var með 5 stig fyrir KR og hinn snaggaralegi Álfgeir var með eina körfu. Maciej var með 6 fyrir UMFN og Dagur 2.

Það var meiri hraði í annarri lotunni og staðan í hálfleik var 18-18. KR lék góða vörn fyrstu mín. í seinni hálfleik, UMFN hitti illa og misnotaði m.a. fjögur víti. Á sama tíma sýndi Darri að hann er ágætur körfuknattleiksmaður og setti 5 stig á stuttum tíma, Matti bætti einni körfu við og KR komst sjö stig yfir. Dagur kom með góða körfu fyrir UMFN og Martin svaraði með þristi og munurinn var kominn upp í átta stig.  Þá lokaði UMFN vörninni og Birgir og Maciej fóru í gang í sókninni og skoruðu þeir 8 stig á meðan KR náði einu víti niður. Staðan fyrir síðustu lotuna var 29-28 fyrir KR.

UMFN byrjaði fjórðu lotuna betur og komst yfir 32-31. Þá komu vinirnir Martin og Matti með 8 stiga syrpu og breyttu stöðunni í 39-32. Þá kom góður kafli hjá UMFN og þeir minnkuðu muninn í 3 stig, 39-36. Matti skoraði síðan körfu fyrir KR og Dagur svaraði í sömu mynt fyrir UMFN og enn var munurinn þrjú stig. Síðan fékk Matti tvö víti og hann sýndi mikið öryggi og skoraði úr þeim báðum. Þetta voru síðustu stigin í leiknum og KR vann 43-38.

Sigur KR tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í 8. flokki. Þessi árgangur hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin og hafa þeir haft sama þjálfara (Sigurð Hjörleifsson) allan tímann. Þór lenti í öðru sæti. Þórsliðið hefur verið vaxandi í allan vetur og það má segja að þeir hafi leikið jafnbest í mótinu.

Njarðvík er með gott lið og lenti í þriðja sæti. Í leiknum á móti KR þá skoruðu þeir aðeins úr 6 af 19 vítum sínum og það varð þeim dýrkeypt.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -