spot_img
HomeFréttir8. flokkar Keflavíkur í banastuði

8. flokkar Keflavíkur í banastuði

11:00 

{mosimage}

 

 

Tveir Íslandsmeistaratitlar komu í hús hjá Keflvíkingum þessa helgina þegar 8. flokkur karla og kvenna urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum.

 

Á laugardeginum varð 8. flokkur karla Íslandsmeistari og fengu þeir viðurkenningu frá Keflavík í hálfleik í öðrum leik Keflavíkur og Snæfells í úrslitakeppninni. Karlaflokkurinn mætti Breiðablik í hörkuspennandi úrslitaleik og höfður þar sigur 49-47.

 

8. flokkur kvenna lék svo til úrslita í Íslandsmótinu strax að leik Keflavíkur og Snæfells loknum og höfðu einnig sigur í sínum flokki. Þær höfðu betur gegn stöllum sínum úr Grindavík í úrslitaleiknum 40-32.  

 

Glæsilegur árangur hjá 8. flokki Keflavíkur og því þarf meistaraflokkurinn ekki að hafa neinar áhyggjur þessa dagana þó þeirra tímabil hafi ekki verið sem best því unga kynslóðin er að standa sig og skemmst þess að minnast þegar drengjaflokkur Keflavíkur varð bikarmeistari á dögunum.

 

www.vf.is – 8. flokkur karla með Íslandsmeistarabikarinn

Fréttir
- Auglýsing -