spot_img
HomeFréttir7. sæti: ÍR

7. sæti: ÍR

12:09 

{mosimage}

 

 

 

ÍR er eina liðið sem hefur tekið þátt í öllum Íslandsmótum frá upphafi, fyrsta mótið

fór fram 1952, þetta er 56. mótið. Af þessum 56 mótum hafa þeir verið 50 sinnum í

efstu deild. Ekki amalegur árangur en langt er um liðið síðan ÍR var í alvöru samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn þó þeir hafi gert Suðurnesjaliðunum oft og mörgum sinnum skráveifu í bikar- og Íslandsmóti.

 

Eitt mesta fagnaðarefni ÍR-inga er það að Hreggviður Magnússon er kominn á ný í þeirra raðir eftir veru erlendis en Hreggviður er gríðarlega sterkur leikmaður sem á eftir að vera áberandi í Iceland Express deildinni í vetur. Hreggviður hefur þó átt við meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu og óvíst hvenæar hann verður kominn í 100% form. Þegar það verður mun það ekki fara fram hjá neinum.

 

Íslenski leikmannahópur ÍR er ansi sterkur og segir nýráðinn þjálfari ÍR-inga, Bárður Eyþórsson, að ÍR muni aðeins leika með einn Bandaríkjamann í vetur og ekki verði leitað til Evrópu eftir leikmanni. Rodney Blackstock kom og fór á undirbúningstímabilinu en hann þótti ekki henta í Seljaskólann. Óvíst er hvort ÍR-ingar verði komnir með nýjan Bandaríkjamann í sínar raðir áður en mótið hefst á fimmtudag.

 

Með þá Ómar Örn Sævarsson, Fannar Helgason og Hreggvið Magnússon við körfuna þykir líklegast að ÍR-ingar leiti sér að góðum framherja eða skotbakverði en í bakvarðastöðunum eru ekki ómerkari menn en Eiríkur Önundarson og Ólafur J. Sigurðsson. Eiríkur er gríðarlega öflugur sóknarmaður en Ólafur með sterkari varnarbakvörðum á landinu.

 

{mosimage}

 

Bárður hefur fyrir löngu sannað sig sem þjálfari og ef honum tekst að slípa ÍR-ingana sama getur vel verið að ÍR komist langt í vetur. Þeirra helsti Akkilesarhæll er þó breiddin, að byrjunarliðinu frátöldu býr ekki mikil reynsla í liðinu og hefur það m.a. skinið í gegn í síðustu úrslitakeppnum hjá ÍR.

 

Leikmannahópur ÍR:

 

Andri Fannar Sigurjónsson

Benedikt Pálsson

Davíð Þór Fritzson

Eiríkur Jónsson

Eiríkur Önundarson

Elvar Guðmundsson

Fannar F. Helgason

Halldór Kristmansson

Hreggviður S Magnússon

Ólafur J. Sigurðsson

Ómar Örn Helgason

Ómar Örn Sævarsson

Steinar Arason

Sveinbjörn Claessen

Trausti Stefánsson

 

Ef spá Karfan.is reynsist rétt hafna ÍR-ingar í 7. sæti og mæta þá liðinu sem lauk keppni í 2. sæti deildarinnar í úrslitakeppninni. Rétt eins og í fyrra er þá hætta á því að ÍR detti út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hins vegar er ÍR stórt spurningamerki og ef rétt er haldið á spilunum gæti ÍR verið mun ofar í töflunni en spáin gefur til kynna.

 

 

8. sæti: Haukar

Fréttir
- Auglýsing -