spot_img
HomeFréttir7. flokkur drengja: UMFN meistari - þrjú lið efst og jöfn

7. flokkur drengja: UMFN meistari – þrjú lið efst og jöfn

20:45

{mosimage}

Í dag lauk úrslitunum í 7. flokki drengja. UMFN, Breiðablik og Stjarnan fengu öll 10 stig (þrír sigrar og eitt tap). Það voru því innbyrðisviðureignir þessara liða sem réðu úrslitum.

Síðasti leikur mótsins var á milli UMFN og Breiðablik. Fyrir leikinn hafði UMFN pálmann í höndunum og sigur eða tap með 8 stiga mun myndi tryggja þeim Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik þurfti því að sigra 9 stiga mun til að tryggja sér sigur. Stórt tap hjá Stjörnunni fyrr um morguninn gegn UMFN gerði það að verkum að möguleiki þeirra á titli var úr sögunni, en UMFN sigur hefði tryggt Garðbæingum silfrið.

Eftir fyrstu lotuna var Breiðablik yfir 12-11. Blikar voru yfir í hálfleik 20-15. Þriðja lotan var kaflaskiptari. Í lotunni meiddist Oddur og þurfti að fara af leikvelli, á meðan Oddur var út af sýndu Blikar mikinn styrk og léku vel. Þegar þriðju lotunni lauk var staðan, 35-35.

Mikil spenna var í síðustu lotunni. Jafnt var á tölunum 38 og 40. Síðan tók hinn knái Oddur góða rispu og kom Blikum yfir 50-41, þar með var sá munur kominn sem Blikar þurftu. Síðan kom skrýtinn kafli þar sem UMFN skoraði 8 stig á nokkrum sekúndum með því að hitta úr fyrra víti, missa seinni víti og skora eftir sóknarfrákast og framvegis. Í smá tíma eftir það skiptust liðin á því að hafa yfirhöndina. Síðan villaði Maciej út af, en það kom ekki að sök og UMFN komst yfir 56-52. Blikar hrukku síðan aftur í gang og komust yfir 59-56. Leikurinn endaði síðan með sigri Breiðabliks 60-58 og það dugði Njarðvíkingum til sigurs.

Maciej var með 25 stig í þessum leik og Magni var með 18 stig. Þessir leikmenn léku mjög vel í þessu móti og hafa mikla líkamlega yfirburði yfir jafnaldra sína í öðrum liðum. En þeir eru ekki bara duglegir, stórir og sterkir, því þeir hafa mikla tækni og ágætan skilning á leiknum. Það var aðdáunarvert að sjá Breiðabliksstrákana og leikmenn Stjörnunnar, Þórs og KR berjast við Magna og Maciej.

Oddur var með 41 stig í leiknum. Það mæddi mikið á honum og hann þurfti að hafa mikið fyrir körfunum sínum gegn góðri vörn UMFN.

Úrslit annarra leikja í dag voru:

Í fyrsta leiknum mættist KR og Þór. Þór var yfir eftir fyrstu lotuna, 6-14. Staðan í hálfleik var17-17. Eftir þriðju lotuna var staðan 24-30. Í síðustu lotunni tóku KR öll völd á vellinum og tryggðu sér góðan sigur, 49-30. Þórsmenn lentu í villuvandræðum í þessum leik og náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik. Erlendur Þórsari var sprækur í sókninni að vanda og var með 10 stig. Hugi var með 13 stig fyrir KR, Þorgeir sýndi í þessum leik tækni sína með nokkrum glæsilegum tilþrifum og endaði með 12 stig. Högni skoraði 12 stig, þar af skoraði hann 8 stig með því að nota verrri höndina í sniðskotum.

Stjörnumenn náðu sér ekki á strik á móti góði liði UMFN. Stjarnan hafði leikið mjög vel á laugardeginum. UMFN var yfir allan leikinn á móti Stjörnunni. UMFN var 17-9 yfir í hálfleik. Eftir þriðju lotuna var staðan 32-20 fyrir UMFN. Stjörnumenn gerðu áhlaup í síðustu lotunni en UMFN kláraði leikinn og sigraði 45-34. Það af hafa ekki unnið Blika með meiri mun á laugardeginum, eins og möguleiki var á og það að hafa tapað svona stórt fyrir UMFN gerði það að verkum að möguleikar Stjörnunnar á titilinum voru úr sögunni. Maciej var með 30 stig og Magni með 10 fyrir UMFN. Dagur Kár var með 14 stig fyri Stjörnuna.

Leikur Breiðabliks og KR var jafn í tveimur fyrstu lotunum og voru Blika yfir í hálfleik 18-16. KR gekk illa að eiga við Odd í sókninni og pressuvörn Breiðabliks í vörninni. Blikar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og stungu ráðalausa KR-inga af og unnu 49-30. Oddur var með 31 stig í þessum leik.

Eftir dapran morgunleik var lið Þórs nokkuð sprækt á móti Stjörnunni. Í hálfleik var Stjarnan eitt stig yfir, 12-11. Síðan hrukku Stjörnudrengir í gang og unnu góðan sigur, 46-29. Dagur Kár var með 12 stig og Tómas Þórður 11 fyrir Stjörnuna. Erlendur var með 17 stig fyrir Þór.

Þessi helgi var ágæt fyrir íslenskan köfuknattleik. Nýr árgangur náði að verða Íslandsmeistari eftir jafna keppni. Í 1995 árganginum eru nokkrir mjög góðir leikmenn og margir efnilegir. Ef þessir drengir halda áfram að æfa vel og félög þeirra halda áfram að hlúa að þeim þá gætu margir þeirra orðir framtíðarleikmenn. Dómarar helgarinnar stóðu sig vel, þrátt fyrir að margir leikirnir hafi verið erfiðir og spennustig leikmann, þjálfara og foreldra hafi stunduð verið aðeins of mikið.

Umgjörð mótsins hefði getað verið betri. Starfsmenn á ritaraborði voru ekki alveg alltaf með á nótunum og gerðu nokkur mistök. Auk þess var leikið á hliðarvelli en ekki aðalvellinum í Smáranum.

Mynd:

Fréttir
- Auglýsing -