10:19
{mosimage}
Helgina 31. janúar og 1. febrúar fór fram þriðja fjölliðamótið í a- riðli 7. fl. drengja. Þessi árgangur er mjög jafn og liðin eru að skiptast á vinna hvert annað. Haukar eru Íslandsmeistarar í þessum árgangi.
Fyrsta fjölliðamótið var í Grindavík og það var nokkuð jafnt. KR sigraði í mótinu þrátt fyrir eitt tap. Stjarnan, ÍBV og Grindavík deildu öðru til fjórða sætinu með tvo sigra og tvö töp. Það var hlutskipti Hauka að falla niður í b-riðil með einn sigur og þrjú töp. Þessir þrír leikir töpuðust samtals með 11 stiga mun.
Annað mótið var Kópavogi og þar var nokkuð mikið jafnræði milli liðanna. ÍBV, KR og UMFG lentu í fyrsta til þriðja sæti. Stjarnan lenti í fjórða sæti og heimaliðið Breiðablik vann ekki leik og féll niður.
Þriðja mótið fór fram í Ásgarði. Eins og vanalega í þessum flokki þá var mikil spenna í leikjum liðanna. Helmingur leikjanna endaði með þriggja stiga mun eða minna, einn leikur var framlengdur og einum leik lauk með flautusigurkörfu. KR, Haukar og Stjarnan skiptu með sér fyrsta til þriðja sætinu í mótinu. Grindavík lenti í fjórða sæti. Silfurliðið ÍBV síðan í fyrra lenti í neðsta sæti og missir af úrslitunum.
ÍBV var óheppið í þessu í móti. Liðið átti möguleika í öllum leikjum sínum og þrír töpuðust naumt. Í liðið vantaði lykilleikmann og þessa helgi þá háði það liðinu að hafa ekki eins mikla breidd og hin liðin þótt burðarásar liðsins hafi leikið vel.
Haukar sem komu upp úr b-riðli léku mjög vel í þremur leikjum en náðu sér ekki á strik í einum leik. Leikur liðsins byggist upp á fjórum mjög góðum leikmönnum og eru aðrir leikmenn liðsins sífellt að verða betri.
Grindavík leikur agaðan og skynsaman körfuknattleik. Allir leikir liðsins í þessu móti voru háspennuleikir og þrír þeirra töpuðust með þremur stigum eða minna og eini sigurinn var með þremur stigum. Það háði Grindavíkurliðinu þessa helgi að nokkrir leikmenn liðsins áttu við meiðsli að stríða.
KR hefur sýnt mestan stöðugleika af 1996 liðunum í vetur og aðeins tapað þremur leikjum, tveimur gegn Grindavík og gegn Stjörnunni. Liðið lék vel í Ásgarði. Liðið byggir leik sinn á mikilli breidd, því að leika vörnina framarlega og snöggum sóknum.
Stjarnan lék vel um helgina. Lykilleikmenn liðsins áttu gott mót og aðrir leikmenn eru að verða betri. Stjarnan getur leikið kerfisbundinn sóknarleik, sem skilar því að leikmenn fá boltann á góðum sóknarstöðum og nýta skotin sín vel.
Úrslitin í þessum flokki verða væntanlega í DHL-höll þeirra KR-inga helgina 21.-22. mars.
Öll lið léku upp á aukastig þessa helgi og lokastaðan var eftirfarandi:
| Nr. | Félag | Leik | U | T | Stig | Nett | Stig |
|
1. |
KR |
4 |
3 |
1 |
166:134 |
32 |
10 |
|
2. |
Haukar |
4 |
3 |
1 |
157:146 |
11 |
10 |
|
3. |
Stjarnan |
4 |
3 |
1 |
152:162 |
-10 |
10 |
|
4. |
Grindavík |
4 |
1 |
3 |
141:146 |
-5 |
6 |
|
5. |
ÍBV |
4 |
0 |
4 |
130:158 |
-28 |
4 |
Mynd tekin af www.kr.is



