spot_img
HomeFréttir7 dagar í EuroBasket - Ég er kominn heim á táknmáli

7 dagar í EuroBasket – Ég er kominn heim á táknmáli

Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 7 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag er einungis vika í fyrsta leik mótsins. Íslensku stuðningsmennirnir slógu heldur betur í gegn á síðasta móti þar sem eftirminnilegasta augnablikið var er þeir sungu "Ferðalok" eða "ég er kominn heim" eftir síðasta leik Íslands. 

 

Í byrjun árs 2016 kom hugmynd frá Björgu Hafsteinsdóttur fyrrum landsliðskonu Íslands í körfubolta og móðir Thelmu Dísar, besta leikmanni Dominos deildar kvenna að búa til myndband þar sem lagið var sungið á táknmáli. 

 

KKÍ í samvinnu við SignCrew útbjó myndband þar sem lagið er spilað yfir er landsliðsmenn syngja ásamt Huldu M. Halldórsdóttur. Landsliðsmennirnir eru Auður Íris Ólafsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Pálínu Gunnlaugsdóttir, Haukur Helgi Pálsson, Ragnar Natanaelson og Ægir Þór Steinarsson. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -