spot_img
HomeFréttir7.-8. sæti: Snæfell

7.-8. sæti: Snæfell

10:00
{mosimage}

(Sara Sædal)

Nýliðum Snæfells er spáð falli í 1. deild kvenna að nýju af spekingum Karfan.is en þó ber að merkja að Snæfell er eitt af þeim fáu liðum sem halda mun sínum erlenda leikmanni í vetur en sú heitir Detra Ashley. Högni Högnason mun stýra þessari óþekktu stærð í vetur en hann tekur við stjórnartaumunum af Justin Shouse sem þjálfaði liðið í fyrra en Justin gekk í raðir Stjörnunnar í sumar. Þá er Snæfell reyndar í 7.-8. sæti svo það má auðveldlega þræta fyrir það hvort þeim sé í raun spáð falli!

Fróðlegt verður að fylgjast með hinni efnilegu Gunnhildi Gunnarsdóttur sem á að baki nokkra landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Þá er Berglind Gunnarsdóttir einnig efnileg en hún er systir Gunnhildar og 15 ára gömul. Sara Sædal Andrésdóttir verður einnig með þungar byrðar á sínum herðum í vetur en hún er eini leikmaður liðsins sem áður hefur leikið í úrvalsdeildinni.

Í spánni fengu Snæfell og Fjölnir bæði 8 stig svo það er ekki nema fyrir stafrófsröð að Snæfell er tekið fyrir hér á undan í spánni á Karfan.is. Eins og nýliðarnir hafa sagt þá er þeirra helsta markmið að halda sér í deildinni í vetur og hver veit nema að allir þessir ungu og efnilegu leikmenn eigi eftir að stela nokkrum útisigrinum. Þær verða næsta víst erfiðar fyrir heima eins og Snæfellingum er tamt.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Detra Ashley)

Fréttir
- Auglýsing -