11:00
{mosimage}
(Gréta María)
Fjölniskonur komu upp í úrvalsdeild sem nýliðar á síðustu leiktíð og höfnuðu í sjöunda og síðasta sæti deildarinnar. Slavica Dimovska sem nú leikur með Haukum var burðarás liðsins en Fjölniskonur munu leika án erlends leikmanns í vetur og þurfa því að kafa djúpt í vopnabúrið sitt.
Fastlega má gera ráð fyrir því að það verði hin margreynda Gréta María Grétarsdóttir sem leiða mun liðið í gegnum súrt og sætt í vetur en hún verður dyggilega studd af efnilegum leikmannahópi þar sem margar hverjar eru að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeild.
Efemía Sigurbjörnsdóttir gerði 8,3 stig að meðaltali í leik með Fjölni á síðustu leiktíð og líkast til mun hún verða hægri hönd Grétu á parketinu ásamt Birnu Eiríksdóttur. Flestir leikmenn Fjölnis eru við bílprófsaldurinn svo hjá kvennaliðinu, eins og karlaliðinu, er mikill efniviður í Grafarvogi og örugglega ekki lengi að bíða þess að þarna verði komin sterk úrvalsdeildarlið innan skamms.
Patrick Oliver er þjálfari Fjölnis og tekur við liðinu af Grétu Maríu en hún tók við stjórn liðsins af Nemanja Sovic þegar hann fór í fyrra úr röðum Fjölnis til Blika. Oliver virðist hafa góð áhrif á Fjölniskonur en þær hafa átt fínu undirbúningstímabili að fagna.
Fróðlegt verður að fylgjast með Evu Maríu Grétarsdóttur en hún er systir Grétu og þykir skotbakvörður góður. Eva er 25 ára gömul og hefur áður leikið með ÍR og KR.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}