spot_img
HomeFréttir61 stig frá KR í seinni

61 stig frá KR í seinni

KR lagði Val 78-103 í Reykjavíkurglímu liðanna í Lengjubikar karla í kvöld. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig og 6/14 í þristum en hjá Val var Illugi Auðunsson með 25 stig og 12 fráköst.

Ægir Þór Steinarsson lék sinn fyrsta leik með KR í kvöld og lauk leik með 9 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Þau vildu þó ekki detta langskotin, 1/7 í þristum þetta kvöldið. Vilhjálmur Kári Jensson átti flottan leik hjá KR í kvöld með 18 stig og 10 fráköst og var framlagshæstur gestanna með 33 framlagsstig en þessi 18 ára gamli leikmaður fékk völlinn í 35 mínútur. 

Ekki bar mikið í millum í fyrri hálfleik en KR setti 61 stig á Val í þeim síðari og heimamenn gátu ekki haldið í við þá dembu gestanna. 

Hvorugt lið er komið með Bandaríkjamann af stað og þá voru þeir Helgi Magnússon, Pavel Ermolinski og Björn Kristjánsson ekki með KR-ingum í kvöld. Þess má þó geta að Jón Hrafn Baldvinsson er kominn aftur í slaginn með KR en hann meiddist snemma á síðustu leiktíð. 

Brynjar Þór sendir einn yfir Valsvörnina

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -