spot_img
HomeFréttir61-114 fyrir Snæfell í óspennandi leik(Umfjöllun)

61-114 fyrir Snæfell í óspennandi leik(Umfjöllun)

23:03

{mosimage}

Það þarf ekkert að fara nánar í síðasta leik liðanna en það var í bikarúrslitum síðasta sunnudag þar sem Snæfell vann 109-86. Fyrri leik liðanna í deildinni vann Fjölnir í Stykkishólmi 59-73 og héldu þeir þá Snæfellingum algjörlega niðri á þeirra heimavelli í Hólminum. En í kvöld var Snæfell að keyra yfir Fjölnismenn með 53 stigum 61-114 og menn í Grafarvoginum að kasta hvíta handklæðinu inn á gagnvart deildinni í ótrúlegum leik sem var aldrei spennandi frá 1.mínútu. Pete Strobl var ekki með Fjölni í kvöld og eins Anders Katholm hjá Snæfelli.

Menn voru eitthvað rólegir á skorinu og hamaganginum fyrstu 2 mín en þá fór þetta að eins að rúlla og Níels opnaði með 3 og Justin jafnaði í næstu sókn. Það var eins og létt spennufall væri í mönnum að mætast aftur og ekki ætluðu Fjölnismenn að bjóða Snæfellingum aftur að halda skotsýningu, alla vega ekki í fyrstu. Snæfellingar settu upp í svæðisvörn sem Fjölnir réð ágætlega við fyrst en að samt var Snæfell að leiða hlutann og komu með sterkann 15-2 kafla í lok  fyrsta hluta sem setti tóninn fyrir komandi stöðu í leiknum og staðan 17-32.

Fjölnismenn byrjuðu daufir í sóknum sínum í öðrum hluta og Bárður tók leikhlé eftir 2 mín. Subasic var að koma sterkur inn í 2. hluta og setti 2 þrista og heil 10 stig á stuttum tíma og virtist heitur. Snæfell voru þá komnir í 27-46 og linnti ekki skotfimi þeirra í þessum hluta þegar þeir voru komnir í 29-55 og Fjölnismenn frekar döpur mótstaða fyrir heita Snæfellsmenn. Of mikið einstaklingsframtak, þá mikið hjá Drejaj, og þvinguð skot sem klikkuðu einkenndu Fjölni ásamt litlu rúlli á boltanum. Vörnin var gegnlek og ekkert stigið út skilaði einfaldlega Snæfelli stórleik í þessum hluta 12-28 fyrir Snæfell sem settu flest niður og staðan í hálfleik 31-60. Hjá Snæfell voru Justin 14 stig, Subasic 12, og Hlynur 10 að fara fyrir sínum mönnum. Hjá Fjölni var Anthony Drejaj með 13 stig í fyrri hálfleik en spilaði enga vörn eins og Knitter, og átti erfitt með að taka ábendingum þjálfarans sem og flestir í þessari stöðu.

Hlynur Bærings byrjaði 3.hluta á að stela boltanum og troða. Snæfell  þröngvaði Fjölni í skot fyrir utan og settu Níels og Valur  sinnhvorn þristinn sem kom þeim aðeins í gang en erfitt áttu þeir með Hlyn undir körfunni og átti hann flest fráköst manna á vellinum. Drejaj, eins Sean Knitter spilaði varla í 3 hluta að sem segir þeirra allt um þeirra framlag og leyfði Bárður yngri strákum að spreyta sig sem voru bara vel sprækir og vildu nýta tækifærið vel. Justin var afgerandi Snæfellinga með 24 stig eftir 3 hluta og Snæfell komnir í 40 stiga forystu og gjörsamlega voru að niðurlægja Fjölnismenn sem virðast eiga erfitt verkefni að halda sér uppi og kannski búnir að sætta sig við 1. deildina næsta vetur. Staðan 47-85 fyrir síðasta leikhlutann og leikurinn búinn.

Ekki mikið var um sveiflur og læti  í 4 hluta og leyfðu bæði lið þeim sem færri mínútur hafa spilað í vetur og létu lykilleikmenn sína hvíla. Stráksarnir í báðum liðum voru að koma fínir inn og bara nauðsynlegt í þessari stöðu að leyfa öllum að spreyta sig vel. Staðan var orðin 54-100 þegar 3 mín voru eftir og ljóst að leikhlutinn síðasti var orðin að æfingaleik. Árni Ásgeirs setti tvo þrista í röð og var stórgóður, Daníel setti svo einn strax á eftir og var fínn. Guðni kom sterkur inn og tók 10 fráköst í 4 hluta og staðan orðin 57-109 og ljóst að allir Snæfellsmenn gátu hitt og voru bara að auka muninn og kláruðu leikinn með 53 stigum 61-114.

Veit ekki alveg hvað á að skrifa um Fjölni en átti von á svo miklu meira frá þeim en jákvætt er að ,,strákarnir í Fjölni” voru að standa sig vel þ.e. íslensku strákanir og sérstaklega ungu peyjarnir og ótrúlegt hvað ekkert eða fáránlega lítið kemur frá mönnum eins og Knitter og Drejaj í leiknum sem tóku bara frá öðrum og virtust engann áhuga hafa á að reyna við að halda sér uppi. Að mínu mati, senda þá heim í þessari stöðu og klára þetta á þeim strákum sem Fjölnir geta verið stoltir af og vilja gefa sig í verkefnið og fylgja Bárði í þeim skipunum sem gefin eru í leikjum, sem er þjálfari sem leggur sig allann í leikinn.

Hjá Snæfelli voru allir að leggja sitt á leikinn. En tölfræði eins og Hlynur með 17 fráköst og spilaði ekkert í 4. hluta á móti 24 heildarfráköstum Fjölnis í leiknum. Justin 24 stig fyrir Snæfell á móti Sean Knitter (3)og Anthony Drejaj (13) sem voru með 16 saman. Guðni með 10 fráköst í 4.hluta og Fjölnir skoraði 1 stigi meira í leiknum (61) en Snæfell í fyrri hálfleik (60)  er bara einfaldlega fáránleg sem talar sínu máli hér að neðan. En Snæfellingar að stemma sig í úrslitakeppnina á meðan Fjölnir er líklega að fara spila, því miður, í 1. deild næsta vetur.

Sigurður Þorvalds fyrir Snæfell sagði eftir leik. ,,Þetta var jákvætt því Kotila sagði við okkur að hann hefði aldrei unnið næsta leik í deild eftir að hafa unnið bikarúrslitaleik þannig að við náðum að breyta því fyrir hann. Við mættum tilbúnir og ótrúlegt að við fundum að þeir gáfust upp strax eftir fyrsta hltann og þannig varð þetta útkoman.”

Gangur leiksins:  3-3, 5-5, 5-7, 5-11, 11-15, 15-17, 17-27, 17-32, 21-37, 27-46, 27-52, 29-55, 31-60, 31-62, 33-62, 39-73, 41-79, 43-83, 47-85, 51-93, 54-100, 57-109, 58-112, 61-114.

 

Tölfræði leiksins.

 Texti: Símon B. Hjaltalín

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -