12:00
{mosimage}
(Barkus)
Miklar framfarir hafa verið í Hveragerði undanfarin ár og er lið Hamars tilbúið að stefna lengra og komast í hóp þeirra bestu. Í spá okkar er þeim spáð 6. sæti en með smá heppni gætu þær brotist í topp fjögur.
Ari Gunnarsson stjórnar liðinu og er stöðugleiki það sem hans lið þarf mest á að halda í vetur. Liðið teflir fram sama erlenda leikmanni og í fyrra La Kiste Barkus og er það mikill styrkleiki. Ásamt henni verða þær Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hafrún Hálfdanardóttir og Jóhanna Sveinsdóttir í lykilhlutverkum en þær voru allar að æfa og spila með A-landsliðinu í sumar. Er það til vitnis um það starf sem er unnið í Hveragerði að liðið átti þrjá leikmenn í æfingahópi sumarsins.
Hamar þarf að hefja leiktíðina af miklum krafti og ná sér í stig strax og vinna þessa svo kölluðu fjögurra stiga leiki. Ef það gerist getur liðið verið erfitt viðureignar og er heimavöllurinn lykilatriði.
Hvergerðingar hefja leik á heimavelli gegn Snæfell og gætu góð úrslit þar sett tóninn fyrir tímabilið.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}
(Ari Gunnarsson)